Nýr Fuzzy kambur kominn í sölu

Nýverið kom á markað nýr kambur til að greiða Fuzzy og því ættu allir að geta notið þess að horfa á Fuzzy eins og þeir fengu hann í upphafi, vel greiddan og fallegan. Þetta er samstarfs verkefni um hönnun Sigurðar Más Helgasonar og Þorsteins Þorsteinssonar. Handfangið á kambinum er í sömu útfærslu og fæturnir á stólnum, sem er vatnsdropi, en hausinn er í líkingu við gamla hrífu. Kamburinn er til sölu hjá öllum helstu söluaðilum Fuzzy. Hægt er að sjá Sigurð nota kambinn í myndbandinu hér að neðan.